Grein þessi fjallar um uppruna elsta kjarna kristins tökuorðaforða sem enn er varð- veitt ur í íslensku, þ.e. þeirra tökuorða sem munu hafa komið inn í norrænu á tíma- bilinu milli fyrstu trúboðsferðanna á Norðurlöndum (9. öld) og stofnunar erki bisk- ups dæmis í Niðarósi (1153). Eftir stuttan inngang (1) er fjallað um áðurnefnt tímabil frá sögulegu sjónarhorni (2). Orðasafnið (45 orð) er kynnt ásamt merkingarlegri greiningu þess (3). Um grein- inguna er einnig fjallað með tilliti til aldurs textanna sem varðveita tökuorðin. Í (4) er athygli beint að tíu orðum sem hafa verið valin vegna mikilvægis þeirra bæði frá sjónarhorni sögu íslenskrar tungu og orðsifjafræði. Þar er annars vegar reynt að varpa ljósi á hlutverk fornsaxnesku á fyrstu öldum kristni á Norðurlöndum og á Íslandi, og hins vegar eru sumar orðsifjar úr íslensku orðsifjabókunum þremur (AeW, IeW og ÍOb) metnar og endurskoðaðar. Í síðasta kaflanum (5) er áhersla lögð á mikilvægi þess að nota aðferð sem byggist á sagnfræði, ásamt mál- og textafræði. Samspil þessara þriggja fræðigreina er nauðsynlegt ef leitað er dýpri skilnings á menningarlegu og mál vís inda legu samhengi ákveðinna hluta orðaforðans. Um elsta kjarna kristins töku orða forða er hér rætt sem áhugavert dæmi.
On the origin of the oldest borrowed Christian terminology in Icelandic / Tarsi, Matteo. - In: ORÐ OG TUNGA. - ISSN 1022-4610. - STAMPA. - 18:(2016), pp. 85-101. [10.33112/ordogtunga.18.5]
On the origin of the oldest borrowed Christian terminology in Icelandic
Matteo Tarsi
2016-01-01
Abstract
Grein þessi fjallar um uppruna elsta kjarna kristins tökuorðaforða sem enn er varð- veitt ur í íslensku, þ.e. þeirra tökuorða sem munu hafa komið inn í norrænu á tíma- bilinu milli fyrstu trúboðsferðanna á Norðurlöndum (9. öld) og stofnunar erki bisk- ups dæmis í Niðarósi (1153). Eftir stuttan inngang (1) er fjallað um áðurnefnt tímabil frá sögulegu sjónarhorni (2). Orðasafnið (45 orð) er kynnt ásamt merkingarlegri greiningu þess (3). Um grein- inguna er einnig fjallað með tilliti til aldurs textanna sem varðveita tökuorðin. Í (4) er athygli beint að tíu orðum sem hafa verið valin vegna mikilvægis þeirra bæði frá sjónarhorni sögu íslenskrar tungu og orðsifjafræði. Þar er annars vegar reynt að varpa ljósi á hlutverk fornsaxnesku á fyrstu öldum kristni á Norðurlöndum og á Íslandi, og hins vegar eru sumar orðsifjar úr íslensku orðsifjabókunum þremur (AeW, IeW og ÍOb) metnar og endurskoðaðar. Í síðasta kaflanum (5) er áhersla lögð á mikilvægi þess að nota aðferð sem byggist á sagnfræði, ásamt mál- og textafræði. Samspil þessara þriggja fræðigreina er nauðsynlegt ef leitað er dýpri skilnings á menningarlegu og mál vís inda legu samhengi ákveðinna hluta orðaforðans. Um elsta kjarna kristins töku orða forða er hér rætt sem áhugavert dæmi.I documenti in IRIS sono protetti da copyright e tutti i diritti sono riservati, salvo diversa indicazione